Karfa

Hvernig virkar þetta?

 

Í ár fær fólk álfamyndir í stað raunverulegra álfa (þið vitið, þessa sem eru oftar en ekki límdir á mælaborð í bílum) og margir velta því fyrir sér hvernig þetta virkar nú allt saman.

 1. Skoðaðu álfana á vefnum, veldu þér álf (eða álfa) og settu í körfuna. Þegar þú ert búin/n að ákveða þig geturðu farið í gegnum greiðsluferlið.

 2. Þú getur svo valið að deila álfinum þínum á samfélagsmiðlum og færð að sama skapi tölvupóst með hlekk á myndina eða myndirnar sem þú keyptir.

 3. Þú notar hugmyndaflugið og notar álfamyndirnar eins og þú vilt. Við erum með nokkrar hugmyndir:

Hér eru dæmi fyrir lengra komna:

 • Notaðu álfamyndina sem prófílmynd á samfélagsmiðlum
 • Settu saman sniðuga cover-mynd með álfinum í aðalhlutverki og settu inn á Facebook og fleiri staði. Til dæmis með Canva eða Bannersnack.
 • Deildu álfinum út um allar trissur á internetinu! Hann er mjög Instagram-vænn.
 • Föndraðu álf í líkingu við myndina þína og sendu okkur mynd af honum.
 • Búðu til álfabúning fyrir næsta öskudag.

Hér eru fleiri hugmyndir:

 • Prentaðu álfinn út, klipptu myndina og festu á stól inni í eldhúsi. Þannig geturðu drukkið með honum morgunkaffi og átt gott spjall. Samkomubannið gildir ekki um útprentaða álfa þannig að þú getur verið með allt að 50 álfa í matarboði eftir 4. maí. 
 • Prentaðu álfamyndina þína út, rammaðu inn og hengdu inn í stofu við hliðina á myndinni af forsetanum.
 • Prentaðu út pínulitla útgáfu af álfinum þínum og límdu á mælaborðið í bílnum. Ef þú ert með eldri útgáfur af raunverulegum álfum þar skaltu passa að þeir sjái ekki hvorn annan til að koma í veg fyrir öfundsýki.
 • Notaðu álfamyndina sem skjáhvílu.
 • Sendu ömmu og afa tölvupóst og sýndu þeim álfinn þinn.

  Ekki gleyma að fá þér svona flottan ramma á Facebook!