Karfa
Köttur

Köttur

3.500 kr

Kattaálfurinn myndi aldrei vekja þig klukkan fimm að morgni til að betla mat. Djók, auðvitað myndi hann gera það! Ekki láta blekkjast af útlitinu því þótt hann sé sætur ætlar hann líka að henda símanum þínum niður af borðinu. Þú fyrirgefur honum þegar hann kemur til að kúra.

Athugið að engir "raunverulegir" álfar verða framleiddir eða afhentir að þessu sinni heldur aðeins myndir af þeim. Álfarnir á vefnum verða sendir á myndformi í tölvupósti til styrkjenda (sem PNG-skrá).

Stafrænu myndaálfarnir eru gerðir til gleði og skemmtunar á þessum sérstöku tímum og við hjá SÁÁ þökkum kærlega fyrir stuðninginn!